Af afglæpavæðingu og mismunun Kristín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2022 19:31 Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun