Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 18:07 Höfuðstöðvar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira