Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 22:34 Katrín Jakobsdóttir segir að gjaldfrjálsir leikskólar séu framtíðin. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins. Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins.
Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira