Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. mars 2022 20:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15