Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 19:41 Þessi mynd fer í sögubækurnar. (AP Photo/Chris Pizzello) Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira
Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28