Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:00 Giovana Queiroz er samningsbundin Barcelona en var lánuð til Levante. Getty Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni. Spænski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni.
Spænski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira