Sameining Sölvi Breiðfjörð skrifar 6. apríl 2022 12:00 Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar