Ekki misnota sameiginlegar eigur Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir skrifar 7. apríl 2022 09:32 Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar