Ekki misnota sameiginlegar eigur Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir skrifar 7. apríl 2022 09:32 Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun