Rannsókn á bankasölu Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. apríl 2022 15:01 Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar