Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar Ó. Ingi Tómasson skrifar 12. apríl 2022 09:01 Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Sjá meira
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun