Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 07:49 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47
Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30