Þjónar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 13. apríl 2022 17:30 Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun