Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun