Af hverju í sveitarstjórn? Kristján Rafn Sigurðsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun