Er fatlað fólk velkomið í Garðabæ? Ósk Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 08:00 Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun