Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm og Bryngeir Ágúst Margeirsson skrifa 15. apríl 2022 22:00 Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar