Skoðun

Breytingar í Helguvík til framtíðar

Friðjón Einarsson skrifar

Í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­nes­bæjar til árs­ins 2035 er kynnt stefnu­breyt­ing varð­andi upp­bygg­ingu í Helgu­vík. Dregið er tölu­vert úr umfangi iðn­að­ar­svæðis frá því sem áður var sem m.a. felur í sér minni áhættu á meng­un.

Í Helgu­vík er enn gert ráð fyrir upp­bygg­ingu iðn­aðar en áhersla lögð á iðnað sem sam­ræm­ist íbúa­byggð og settir skil­málar um hvers konar iðn­aður megi bæt­ast við. Horfið er frá mengandi iðnaði og stefnt er að því að svæðið verði umhverfisvænt til framtíðar.

Mik­il­vægt er að íbúum í nágrenni við Helguvík verði tryggð heil­næm lífs­skil­yrði og njóti heil­næms og ómeng­aðs umhverf­is. Í nágrenni Helguvíkur eru útivistarsvæði íbúa Reykjanesbæjar

Breyt­ing á aðal­skipu­lagi stuðlar að bættri heilsu íbúa og dregur úr líkum á mengun.

Nýtt aðalskipulag er bylting fyrir íbúa Reykjanesbæjar og nú er horfið frá stóriðjustefnu fyrri ára.

Við viljum hafa hlutina í lagi.

Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×