Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson, Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 18. apríl 2022 07:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira