Ferðamenn streyma til landsins á ný Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 23:10 Fréttastofa ræddi við ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi og Kanaríeyjum í dag. Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“