Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. apríl 2022 17:35 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér brak brynvarins farartækis í Úkraínu. Getty/Metin Aktas Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira