Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Björn Ármann Ólafsson skrifar 19. apríl 2022 11:30 Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar