Saman erum við óstöðvandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. apríl 2022 11:01 Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar