Fjárfestana úr bílstjórasætinu Helga Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2022 07:00 Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar