Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð Stefán Þór Eysteinsson skrifar 22. apríl 2022 17:00 Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Matvælaframleiðsla Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun