Hver ræður? Kristinn Sigurjónsson skrifar 24. apríl 2022 20:00 Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar