Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. apríl 2022 06:52 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira