Menningarsögu fargað í Hafnarfirði? Árni Matthíasson og Árni Áskelsson skrifa 26. apríl 2022 07:00 Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Menning Leikhús Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun