Halldór Jóhann: Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 22:10 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ómyrkur í máli eftir fimm marka tap sinna manna gegn FH í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann segist sjaldan hafa séð jafn slæman hálfleik og sínir menn sýndu í fyrri hálfleik. „Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“ Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“
Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25
„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45