Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2022 06:48 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Michael Probst Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Moldóva Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira