Okkar samfélag - Álftanes Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 26. apríl 2022 13:31 Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Sjá meira
Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun