Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Helga Lind Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2022 21:01 Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun