Tafir og töpuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun