Viðvaranir Sigmar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun