Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2022 09:31 Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun