Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2022 09:15 Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun