Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Ferðafélag Íslands sér um rekstur á fjallaskálum um land allt, meðal annars skálann í Hvanngili við Fjallabak. Vísir/Vilhelm Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira