Flugvöllurinn á förum og ráðherra í felum? Bergþór Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Bergþór Ólason Fréttir af flugi Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun