Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa 3. maí 2022 08:46 Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar