Kosið um þrjú vandræðamál í Fjarðabyggð Ingi Steinn Freysteinsson skrifar 5. maí 2022 22:00 Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar