Íbúar Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. maí 2022 19:00 Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun