Græna borgin Reynir Heiðar Antonsson skrifar 10. maí 2022 16:00 Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun