Yfirlýsing formanns bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2022 21:01 Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun