Yfirlýsing formanns bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2022 21:01 Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar