Höfnum ekki stórum hugmyndum Bjarni Gunnólfsson skrifar 12. maí 2022 13:31 Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Miðflokkurinn er samansettur af harðduglegu fólki sem mun vinna fyrir ykkur kjósendur, við höfum ekki verið með ófjármögnuð kosningaloforð eða gjafir vegna þess að við munum sýna ábyrgð í fjármálum. Ef þið viljið engu breyta og hafa það sama næstu fjögur árin, sem er jú frekar langur tími í þessu stutta jarðlífi, þá erum við ekki flokkurinn fyrir ykkur. Við í Miðflokknum viljum vinna að hag Reykjanesbæjar og gera hann að eftirsóttasta bæjarfélagi landsins og höfum stórar hugmyndir, en það þarf að framkvæma rétt, það þýðir ekki að endalaust búa til nefndir og setja hluti í þarfagreiningu. Ef þið viljið harðduglegt fólk til vinnu þá er X-M rétta svarið fyrir ykkur í Reykjanesbæ, fólk sem er þekkt fyrir vinnusemi og áræðni hefur sett saman lista sem mun skila árangri bæði í fjármálum og framkvæmdum. Við viljum nýjan miðbæ sem myndi laða að bæði Íslendinga og ferðamenn og sjá allt sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum að fjölskyldufólk og eldri borgarar fái að njóta sín sem íbúar Reykjanesbæjar og njóta bættra lífsgæða. Fyrir okkur sem erum í þessu framboði þá þýðir það að við verðum að hlusta, ekki gaspra, og taka þannig mark á því sem íbúar vilja. Við munum setja okkur það markmið, að ef eitthvað fer í íbúakosningu, munu allir á listanum fara eftir vilja íbúa. Fyrir okkur þá þýðir það að kynningar fyrir íbúa verða að vera á mannamáli þannig að allt sé auðskilið. Ef þið viljið skýra framtíðasýn og framtaksemi þá endilega mætið og merkið X-við M. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Miðflokkurinn er samansettur af harðduglegu fólki sem mun vinna fyrir ykkur kjósendur, við höfum ekki verið með ófjármögnuð kosningaloforð eða gjafir vegna þess að við munum sýna ábyrgð í fjármálum. Ef þið viljið engu breyta og hafa það sama næstu fjögur árin, sem er jú frekar langur tími í þessu stutta jarðlífi, þá erum við ekki flokkurinn fyrir ykkur. Við í Miðflokknum viljum vinna að hag Reykjanesbæjar og gera hann að eftirsóttasta bæjarfélagi landsins og höfum stórar hugmyndir, en það þarf að framkvæma rétt, það þýðir ekki að endalaust búa til nefndir og setja hluti í þarfagreiningu. Ef þið viljið harðduglegt fólk til vinnu þá er X-M rétta svarið fyrir ykkur í Reykjanesbæ, fólk sem er þekkt fyrir vinnusemi og áræðni hefur sett saman lista sem mun skila árangri bæði í fjármálum og framkvæmdum. Við viljum nýjan miðbæ sem myndi laða að bæði Íslendinga og ferðamenn og sjá allt sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum að fjölskyldufólk og eldri borgarar fái að njóta sín sem íbúar Reykjanesbæjar og njóta bættra lífsgæða. Fyrir okkur sem erum í þessu framboði þá þýðir það að við verðum að hlusta, ekki gaspra, og taka þannig mark á því sem íbúar vilja. Við munum setja okkur það markmið, að ef eitthvað fer í íbúakosningu, munu allir á listanum fara eftir vilja íbúa. Fyrir okkur þá þýðir það að kynningar fyrir íbúa verða að vera á mannamáli þannig að allt sé auðskilið. Ef þið viljið skýra framtíðasýn og framtaksemi þá endilega mætið og merkið X-við M. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar