Framsókn í uppbyggingu íbúða í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. maí 2022 21:46 Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun