Húsnæðisvandi Framsóknarflokksins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. maí 2022 16:40 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun