Viðreisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki Karólína Helga Símonardóttir skrifar 13. maí 2022 21:31 Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar