Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 17:57 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira