Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 06:00 Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Egill Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira