Íslendingalið Kielce pólskur meistari eftir vítakastkeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 19:24 Kielce er pólskur meistari í handbolta. DAX Images/NurPhoto via Getty Images Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar. Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022 Pólski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022
Pólski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira