Guðmundur Ingi óánægður með Jón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 22:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er ánægður með Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira